Spenna í Meistaradeildinni í kvöld 6. mars 2007 08:46 Leikmenn Barcelona æfa á Anfield í gærkvöldi AP Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira
Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Í beinni: Real Madrid - Milan | Risaleikur á Santiago Bernabéu Í beinni: Sporting - Man. City | Síðasti heimaleikur Amorims Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Sjá meira