Spenna í Meistaradeildinni í kvöld 6. mars 2007 08:46 Leikmenn Barcelona æfa á Anfield í gærkvöldi AP Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Fjögur lið munu í kvöld tryggja sér farseðilinn í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Evrópumeistarar Barcelona þurfa að skora minnst tvö mörk á heimavelli Liverpool til að falla ekki úr keppninni. Sá leikur sem mesta athyglin er á fer fram á Anfield í Liverpool í kvöld þar sem Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona þurfa að vinna upp 2-1 tap úr fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum. Fjölmiðlar hittu Liverpool liðið í gær þar sem það var við æfingar á Melvood æfingasvæði félagsins. Rafael Benitez þjálfari Liverpool segir að áætlun sinna manna verði ekki að verja forystuna heldur sækja til sigurs og þar skipti miklu máli að vera á heimavelli með sína stuðningsmenn bak við sig. Barcelona hefur ekki náð að komast áfram í útsláttarkeppninni eftir að hafa tapað fyrri leiknum á heimavelli síðan árið 1966. Ekki er þó öll nótt úti fyrir Katalóníuliðið í þessu sögulega samhengi, því liðið vann 3-1 sigur þegar það heimsótti Anfield síðast - í riðlakeppni Meistaradeildarinnar árið 2001. Spænskir fjölmiðlar hafa stillt upp líklegu byrjunarliði Barcelona sem verður í sókndjarfara laginu. Þrír í vörn, fjórir á miðjunni og þrír leikmenn í framlínunni, Leonel Messi, Ronaldhinó og Samuel Etú en Eiður Smári samkvæmt því á varamannabekknum. Tapleikur Liverpool á Anfield gegn Manchester United á sunnudaginn var fyrsta tap liðsins á heimavelli sínum í 30 leikjum. Txiki Begui-ristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Barcelona, segir að fyrst Liverpool geti tapað á heimavelli fyrir liðum eins og Arsenal og Manchester United geti það líka tapað þar fyrir Barcelona. Leikur Liverpool og Barcelona verður sýndur beint á Sýn hefst klukkan 19:45. Leikur Chelsea og Porto verður á Sýn Extra á sama tíma en liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Portúgal. Þá verður leikur Valencia og Inter Milan á Sýn Extra 2 en fyrri leiknum lauk með 2-2 jafntefli á heimavelli Inter.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira