Óli H. Þórðarson hættir störfum 5. mars 2007 09:40 Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar Skoðun Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Opið bréf til Loga Einarssonar Jón Ingi Bergsteinsson skrifar Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar greina frá því að Óli H. Þórðarson hafi látið af störfum sem formaður Umferðarráðs. Við það verða tímamót í umferðarmálum landsmanna. Þegar framkvæmdanefnd hægri umferðar lauk störfum árið 1969 ákvað dómsmálaráðherra, Jóhann Hafstein, að fræðslu- og upplýsingastarfi því sem nefndin hafði beitt sér fyrir, og gefið hafði góða raun, skyldi haldið áfram. Ákvað ráðherrann þá að stofna Umferðarráð. Fyrsti formaður ráðsins var skipaður Sigurjón Sigurðsson lögreglustjóri og gegndi sá mæti maður því starfi í 14 ár og mótaði störf ráðsins til frambúðar. Fannst honum þá nóg komið og fór þess á leit við mig að ég tæki við því embætti. Tók hann í því sambandi sérstaklega fram að ég þyrfti ekki að hafa miklar áhyggjur af daglegum störfum ráðsins en þau væru undir stjórn ágæts manns, Óla H. Þórðarsonar. Þann mann þekkti ég ekki en fyrir áeggjan Sigurjóns tók ég starfið að mér og gegndi því næstu sjö árin. Hófst þar mikil og ánægjuleg samvinna við þann prýðismann Óla H. Þórðarson, sem aldrei bar á skugga öll þau ár. Ólafur Jóhannesson dómsmálaráðherra skipaði Óla framkvæmdastjóra Umferðarráðs árið 1978. Hann gegndi þeirri stöðu til 2006 en var jafnframt skipaður formaður Umferðarráðs árið 2002. Þessi störf er hann nú að kveðja en starfsferill Óla að umferðarmálum er orðinn langur og farsæll. Ótal mörg eru þau málefni sem ráðið hefur tekið til meðferðar og beitt sér fyrir á þessu tímabili undir stjórn Óla. Er mér þá efst í huga barátta ráðsins fyrir notkun bílbelta og notkun ökuljósa allan sólarhringinn, ótal þættir Óla í útvarpi, þrotlaus áróður hans fyrir bættri umferð og varúð á vegum og loks samvinnan við Alþjóðasamband Umferðarráða PRI og Umferðarráð á Norðurlöndum. Sú skoðun var almenn að menn ættu að ráða því sjálfir hvort þeir notuðu bílbeltin eða ekki, verst fyrir þá sjálfa ef illa færi. Sú var m.a skoðun þeirra alþingismanna sem felldu frumvarp um skyldunotkun beltanna árum saman þar til loks tókst að sannfæra þá um að hér væri um það mál að ræða sem hver ökumaður ætti ekki að hafa sjálfsvald um. Árið 1981 var loks skipað fyrir í lögum að ökumenn skyldu nota bílbelti en ekki fyrr en 1988 að refsing lægi við ef það var ekki gert. Enginn veit hve margir væru nú á lífi sem létust í umferðarslysum á tímabilinu frá því að Umferðarráð lagði til skyldunotkun beltanna þar til hún var loks gerð að skyldu og enginn veit hve margir eru á lífi í dag vegna þess að þeir notuðu bílbelti, en báðir þessir hópar eru fjölmennir og er þá ekki minnst á þá sem örkumlast hefðu ef bílbeltin hefðu ekki verið notuð. Notkun ökuljósa allan daginn telja menn nú sjálfsagða enda öryggið sem af henni hlýst augljóst. Svo var þó ekki þegar Umferðarráð fyrst lagði til lagabreytingar í þá átt. Aukin eldsneytisnotkun og óþarfa perueyðsla voru viðkvæðið. Menn ættu að nota ökuljós til að sjá en ekki til að sjást. Enginn veit hve mörgum mannslífum þessi breyting ein hefur bjargað. Ég held að engum einum manni sé það meir að þakka en Óla H. Þórðarsyni að þessar tvær breytingar loks fengust í gegn með þeim afleiðingum sem þjóðinni eru kunnar. Útvarpsþættir Óla eru minnisstæðir, ávallt efnisríkir, alltaf prúðmannlegir svo að eftir var tekið. Samvinnan við Alþjóðasamband umferðarráða PRI og Umferðarráðin á Norðurlöndum var með þeim hætti að þegar ég sótti þar þing kom í ljós hve mikilla vinsælda og virðingar Óli naut. Fyrir samvinnuna í Umferðarráði er ég Óla H. Þórðarsyni hjartanlega þakklátur og fyrir störf hans þar tel ég að við vegfarendur akandi og gangandi stöndum honum í þakkarskuld. Höfundur er lögfræðingur.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir til rektors Bryndís Elfa Gunnarsdóttir,Ingunn Erla Ingvarsdóttir,Erna Petersen skrifar
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun