Vitnaleiðslur halda áfram í Baugsmálinu 27. febrúar 2007 10:55 Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar. Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira
Vitnaleiðslur héldu áfram í Baugsmálinu í morgun en þar hafa Jóhanna Guðmundsdóttir, eiginkona Jóns Geralds Sullenberger, og Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi stjórnarmaður í Baugi, borið vitni. Jóhanna var spurð út í bátana þrjá á Miami sem Baugsmenn eru sagðir hafa átt, en Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson eru sakaðir um að hafa dregið Gaumi fé til þess að fjármagna eignarhlutdeild í stærsta bátnum, Thee Viking.Sagði hún Baugsmenn hafa átt helming í Thee Viking enda hefðu þau Jón Gerald ekki haft efni á að reka hann sjálf. Baugsmenn segjast hins vegar ekki hafa átt neitt í bátnum. Enn fremur sagði Jóhanna að greiðslur frá Baugi upp á átta þúsund dollara á mánuði og síðar tólf þúsund dollara hefðu verið fyrir rekstarkostnaði bátsins en Baugsmenn halda því fram að greiðslurnar hafi verið vegna starfa Nordica fyrir Baug.Jóhanna sagðist enn fremur telja að Baugsfeðgar hefðu notað Thee Viking meira en fyrri tvo bátana, Viking I og II, enda hefði verið hægt að gista í honum.Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, spurði Jóhönnu enn fremur út í upphaf Baugsmálsins, þ.e. aðdraganda þess að Jón Gerald lagði fram kæru á hendur Baugsmönnum sumarið 2002, og sagði hún að um hefði verið að ræða uppsafnaða reiði hjá Jóni Gerald vegna vanefnda Baugsmanna á samningum við Nordica.Þá sagði hún eiginmann sinn ekki hafa sérstaka töluvkunnáttu til að falsa tölvupóst en póstar tengdir málinu hafa sumir aðeins fundist í tölvu Jóns Geralds.Guðfinna Bjarnadóttir, fyrrverandi rektor Háskólans í Reykjavík, sat í stjórn Baugs á árunum 1998-2003, þar af sem varamaður á árunum 1999-2000. Mörgum að spurningum saksóknara sagðist hún ekki geta svarað þar sem hún myndi ekki nákvæmlega hvernig hlutum hefði verið háttað. Hún sagðist þó telja eðlilegt að Gaumur hefði ráðist í verkefni sem Baugur væri ekki tilbúinn að fara í á erlendri grundu, og nefndi hún kaupin í Arcadia þar sem dæmi. Sagðist hún líta á Gaum og Baug sem félög í viðskiptum.Verjendurog dómari höfðu á orði að settur saksóknari spyrði ítrekað um mál sem fólk teldi sig muna lítið eftir. Þá sagði saksóknari: „Spyrjum kannki bara einnar spurningar, manstu nokkuð?"Fyrir hádegishlé átti einnig að taka skýrslu af Hans Christian Hustad, stjórnarmanni í Baugi, og Unni Sigurðardóttir, ritara Jóns Ásgeirs. Eftir hádegi mætir svo Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs, en einn ákæruliðanna lýtur að meintum ólöglegum lánveitingum til hennar.
Fréttir Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Sjá meira