Innlent

Eldorgel opnar Vetrarhátíð í Reykjavík

Frá opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík á síðasta ári.
Frá opnun Vetrarhátíðar í Reykjavík á síðasta ári. MYND/Heiða Helgadóttir

Tilkomumikill gjörningur með eldorgeli verður opnunaratriði Vetrarhátíðar í Reykjavík á Austurvelli kl. 20 í kvöld. Þetta er í sjötta sinn sem hátíðin er haldin en henni lýkur á laugardagskvöld. Það er franski tónlistar- og sjónlistarmaðurinn Michel Moglia sem fremur gjörninginn, en með honum verða Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson, Gísli Galdur og Herdís Þorvaldsdóttir.

Að lokinni dagskrá er ýmislegt í boði í nágrenni Austurvallar. Meðal annars frönsk tónlist og matur í Iðnó, myndlistarsýning frá Bretlandi í ráðhúsinu og kvöldvaka frá Álandseyjum hjá Norræna félaginu við Óðinstorg.

Á annað hundra viðburða verða í boði á hátíðinni, bæði fyrir börn og fullorðna.

Safnanóttin verður á föstudagskvöld, en þá opna öll söfn í borginni með ókeypis aðgangi fram yfir miðnætti.

Vetrarhátíð lýkur á laugardagskvöld með tónleikum frönsku rokkhljómsveitarinn Dionysos í Hafnarhúsinu.

Nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar fást á heimasíðu Vetrarhátíðar í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×