Innlent

Eiður Guðnason til Færeyja

Eiður Guðnason.
Eiður Guðnason.

Eiður Guðnason verður aðalræðismaður Íslands á nýrri sendiræðisskrifstofu í Þórshöfn í Færeyjum. Skrifstofan opnar í byrjun apríl og er nú unnið í samvinnu við dönsk og færeysk stjórnvöld að frágangi málsins.

Síðastliðin 60 ár hefur kjörræðismaður haft ólaunað hlutastarf á ræðismannsskrifstofu í Færeyjum. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að þeir hafi unnið mikið og fórnfúst starf í þágu Íslands. Með sendiræðisskrifstofu gefst aukið svigrúm til að efla og treysta tengsl landanna tveggja á sviði viðskipta og menningar. Skrifstofan verður til húsa í Fútastovunni í hjarta Þórshafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×