Sálfræðingur aðstoðar vitni í Baugsmálinu 20. febrúar 2007 18:43 Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu. Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi landsliðsþjálfari í handknattleik, hefur verið vitnum í Baugsmálinu til aðstoðar en ákærðu segja málið hafa reynt mjög á sig. Í dag var dómnum sýndur tölvupóstur frá settum ríkissaksóknara, sem einn af lögmönnum Baugs hafði falsað. Tölvupóstar hafa gengt miklu hlutverki í réttarhöldunum og hafa þeir verið notaðir til að sýna fram á hug manna á þeim tíma sem meint brot í Baugsmálinu áttu sér stað. Jakob Möller verjandi Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, sýndi í dag dómurum í Baugsmálinu tölvupóst frá Sigurði Tómasi Magnússyni, settum ríkissaksóknara, til Tryggva en einn af aðstoðarlögmönnum Baugsmanna falsaði póstinn. Jakob vildi sýna fram á hversu auðvelt er að falsa tölvupósta en nokkrir tölvupóstanna sem lagðir hafa verið fram í málinu fundust aðeins í tölvu Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður Tómas ætlar nú að láta fara yfir falsaða póstinn en tók fram að sérfræðingar hefðu metið tölvupóstana sem lagðir voru fram. Almenningsálitið hefur sitt í segja í máli sem þessu. Við upphaf aðalmeðferðar í síðustu viku mættu Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir með Bónus og Hagkaupspoka. Ekki er vitað hvort það hafi verið hluti af einhverri ímyndarherferð en Bónuspoki hefur legið undir borði aðstoðarlögfræðinga Baugsmanna í málinu. Í gær mætti svo Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur og fyrrverandi þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, í réttarsal. Hann hefur verið Baugsmönnum til aðstoðar og ráðgjafar. Í samtali við fréttastofu sagði Jóhann Ingi að hann hefði unnið ráðgjafastörf fyrir Baug árum saman og þeir sem séu vitni og ákærðir í Baugsmálinu séu í hópi vina hans. "Þetta mál er einnig athyglisvert sálfræðilega enda felur þetta í sér gríðarlegt álag á ákærða og vitni í málinu", segir Jóhann Ingi. Í yfirheyrslum yfir Tryggva Jónssyni, hefur komið fram að handtaka hans í upphafi málsins hafi fengið mjög á hann. Honum var haldið í sólarhring án matar og lét hann saksóknara í gær heyra að menn yrðu að reyna það á eigin skinni að upplifa svo þungbæra reynslu.
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira