Erlent

ESB vill minnka útblástur stórlega

Umhverfisráðherrar Evrópusambandsins ætla að setja sér metnaðarfull og bindandi takmörk um minnkun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2020. Ráðherrarnir eru sammála um að minnka einhliða útblástur um tuttugu prósent, miðað við árið 1990, og um 30 prósent ef önnur iðnríki slást í hópinn.

Sigmar Gabriel, umhverfismálaráðherra Þýskalands sagði á fundi með fréttamönnum að árið 1990 yrði notað sem almenn viðmiðun, en hægt yrði að hnika því eitthvað til fyrir nýju aðildarríkin í Austu-Evrópu, til þess að þau þyrftu ekki að grípa til of harkalegra aðgerða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×