Erlent

Múhameð mógðaður aftur

Pílagrímar í Mekka, helgustu borg múslima.
Pílagrímar í Mekka, helgustu borg múslima. MYND/AP

Sádi-Arabía hefur krafist þess að hollenski stjórnmálamaðurinn Geert Wilders dragi til baka og biðjist biðjist afsökunar á ummælum sínum um kóraninn í síðustu viku. Þess er einnig krafist að hollenska ríkisstjórnin stöðvi frekari yfirlýsingar af þessu tagi. Menn velta því fyrir sér hvort nýtt teiknimyndamál sé í uppsiglingu.

Geert Wilders, sem hefur látið til sín taka í innflytjendamálum, sagði í daggblaðsviðtali að ef múslimar vildu halda áfram að búa í Hollandi yrðu þeir að henda helmingnum af Kóraninum, hinni helgu bók sinni. Wilders sagði einnig að ef Múhameð spámaður byggi í Hollandi, í dag, myndi hann persónulega sparka honum úr landi.

Hollenska ríkisstjórnin er þarna komin í svipaða klípu og sú danska. Hollendingar hafa sagt að þeir séu ekki sammála ummælum Wilders, en hafa ekki gengið svo langt að biðjast afsökunar. Spurningin er hvort Sádar láta sér það nægja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×