Erlent

Grimmar reykingalöggur

Hart verður tekið á brotum á reykingabanni, í Bretlandi.
Hart verður tekið á brotum á reykingabanni, í Bretlandi.

Bæjarfélög í Bretlandi eru að þjálfa þúsundir manna sem eiga að framfylgja reykingabanni á opinberum stöðum, sem tekur gildi fyrsta júlí í sumar. Þessar reykingalöggur mega laumast inn á veitingastaði og taka myndir af fólki til þess að afla sér sönnunargagna. Bæði einstaklingar og veitingamenn mega búast við háum sektum, ef þeir brjóta bannið.

Þjálfun manna til þessara verka hefur þegar kostað um fjóra milljarða króna, en bæjarfélögin búast við að fá það aftur með sektum. Einstaklingar verða sektaðir um 4000 krónur sem hækka upp í 26000 krónur, ef ekki er borgað á gjalddaga. Veitingamenn verða sektaðir um 328000 krónur.

Ýmsum finnst nóg um þessar aðgerðir og segja að Bretland sé að verða hreinasta lögregluríki. Þeir benda á að nú þegar sé ein eftirlitsmyndavél á hverja fjórtán íbúa landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×