Erlent

Putin býr í haginn

Vladimir Putin og Sergei Ivanov.
Vladimir Putin og Sergei Ivanov. MYND/AP

Vladimir Putin, forseti Rússlands tilkynnti í dag að Sergei Ivanov, aðstoðar forsætisráðherra hefði verið hækkaður í tign upp í fyrsti aðstoðar forsætisráðherra. Ivanov er talinn manna líklegastur til þess að taka við af Putin, sem forseti, á næsta ári.

Í sinni nýju stöðu tekur Ivanov virkari þátt í að móta efnahagsstefnu Rússlands, en gefur hinsvegar frá sér varnarmálaráðuneytið. Þessi forfrömun setur hann jafnhliða Dmitry Medvedev, sem er annað líklegt forsetaefni. Putin hefur lagt á það mikla áherslu að hann hyggist ekki velja sér neinn erfingja í forsetastólinn.

Menn gera því þó skóna að hann ætli sér að hafa mikil áhrif á bak við tjöldin, og með stöðuhækkuninni má segja að Ivanov eigi honum nokkra skuld að gjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×