Erlent

Svíar að gefast upp á Kastrup

Kraðak og bið á Kastrup er að verða regla frekar en undantekning.
Kraðak og bið á Kastrup er að verða regla frekar en undantekning.

Sænskur þingmaður hefur sent dönsku ríkisstjórninni formlega fyrirspurn um hvort hún ætli að gera eitthvað til þess að stytta biðraðir og leysa vandamál sem skapast við innritunarborð á Kastrup flugvelli. Miklar seinkanir hafa verið daglegt brauð á flugvellinum síðustu misserin, og algengt að fólk komist ekki út í flugvélar áður en þær leggja af stað.

Þingmenn í Norðurlandaráði geta sent formlegar fyrirspurnir til norrænu ríkisstjórnanna. Þennan rétt notar sænski þingmaðurinn Hans Wallmark sér til að spyrja um Kastrup. "Flugvöllurinn á Kastrup er ekki einvörðungu þýðingarmikill fyrir Dani heldur jafnframt fyrir fjölmarga Svía sem búa handan Eyrarsunds," segir Hans Wallmark.

"Þar geta farþegar verið óheppnir á álagstíma og þurft að bíða tímum saman í biðröð við innritunarborðin. Í dönskum blöðum er hreinlega talað um "upplausnarástand á Kastrup". Mikilvægur vinnutími fer til spillis og það sem ætti að geta verið einfalt, virkt og þjónustumiðuð samgöngumiðstöð á Eyrarsundssvæðinu verður að biðröðum og óþörfum biðtíma."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×