Erlent

Baader-Meinhof -miskunnarlausir morðingjar

Birgitta Mohnhaupt.
Birgitta Mohnhaupt. MYND/AP

Birgitte Monhaupt, sem brátt verður látin laus í Þýskalandi, tilheyrði einum grimmustu hryðjuverkasamtökum sem stofnuð hafa verið í Evrópu. Rauði herinn, sem einnig var kallaður Baader-Meinhof gengið framdi illvirki sín á árunum 1970-1991. Á þeim árum frömdu samtökin 34 morð. Oft myrtu þau fólk sem hafði verið haldið í gíslingu mánuðum saman.

Forsprakkar hópsins voru þau Andreas Baader og Ulrika Meinhof. Hópurinn spratt úr grasrót stúdentamótmæla og andstæðinga Víetnamstríðsins og voru kommúnur í Vestur-Berlín í nafni hópsins þar sem voru iðkaðar frjálsar ástir, eiturlyfjaneysla og hryðjuverkaskipulagning. Baader og Meinhof voru handtekin árið 1977, ásamt fleiri foringjum samtakanna.

Nokkru eftir handtökuna rændi Rauði herinn farþegaflugvél sem flogið var til Mogadishu, í Sómalíu. Ræningjarnir kröfðust þess að þeim Baader og Meinhoff yrði sleppt úr fangelsi. Víkingasveit þýsku landamæralögreglunnar réðust um borð í vélina og náðu henni á sitt vald.

Nokkrum klukkustundum síðar frömdu Baader og Meinhof sjálfsmorð í fangelsinu, ásamt tveim öðrum foringjum Rauða hersins. Hryðjuverkamennirnir myrtu þá Hans Martin Schleyer, formann samtaka vinnuveitenda, í Þýskalandi, sem hafði verið haldið í gíslingu í marga mánuði.

Birgitta Monhaupt, sem nú á að láta lausa, var fulltrúi annarar kynslóðar í hryðjuverkasamtökunum. Hún var dæmd í fimmfallt lífstíðarfangelsi fyrir mann rán og morð, árið 1982.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×