Fótbolti

Framtíð Saviola ennþá óljós

Javier Saviola hefur stimplað sig rækilega inn í lið Barcelona í síðustu leikjum.
Javier Saviola hefur stimplað sig rækilega inn í lið Barcelona í síðustu leikjum. MYND/Getty

Yfirmaður íþróttamála hjá Barcelona er ekki að flýta sér að bjóða Argentínumanninum Javier Saviola nýjan samning hjá félaginu þrátt fyrir að framherjinn hafi staðið sig einstaklega vel í síðustu leikjum liðsins.

"Það er mjög jákvætt að Saviola sé að skora mörk fyrir liðið. Ég veit að hann vill vera áfram hjá Barca en við verðum að flýta okkur hægt," sagði Txiki Beguiristan, yfirmaður íþróttamála. Samningur Saviola við Barcelona rennur út í lok tímabilsins en hann hefur nýtt tækifærið í fjarveru Samuel Eto'o einstaklega vel og er í augnablikinu tekinn fram yfir Eið Smára Guðjohnsen í fremstu víglínu liðsins.

Saviola skoraði eitt marka liðsins í 3-1 sigri á Celta Vigo í gær þar sem Eiður Smári kom inn á fyrir hann þegar tæpar 10 mínútur voru eftir. Saviola stendur til boða að fara til Juventus sem þegar hefur boðið honum fimm ára samning.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×