Sport

Urango tilbúinn að mæta Ricky Hatton

Ricky Hatton á erfitt verkefni fyrir höndum í Las Vegas á laugardagskvöldið
Ricky Hatton á erfitt verkefni fyrir höndum í Las Vegas á laugardagskvöldið NordicPhotos/GettyImages

Kólumbíumaðurinn Juan Urango segist vera meira en tilbúinn í slaginn fyrir bardaga sinn gegn hinum magnaða og ósigraða Ricky Hatton í Las Vegas á laugardagskvöld, en bardaginn verður sýndur beint á Sýn.

Hatton er ósigraður í 42 bardögum og litið er á bardagann á laugardaginn sem stóra tækifærið fyrir Englendinginn skrautlega til að stimpla sig endanlega inn í hjörtu Bandaríkjamanna þegar hann berst um IBF-beltið. Báðir hnefaleikarar virðast bera virðingu hvor fyrir öðrum, en Urango segist vera búinn að sjá veikleika hjá Hatton sem hann ætlar að nýta sér til hins ítrasta.

"Hatton hefur aldrei barist við mann af mínu kaliberi áður og ég held að ég sé besti hnefaleikari heimsins í mínum þyngdarflokki, svo þetta verður líklega jafn bardagi. Hatton berst eins og menn frá Suður-Ameríku og það er skemmtilegur stíll, en hann á sér líka veikleika sem ég hef séð eftir að hafa horft á bardaga hans og þá ætla ég að nýta mér," sagði Urango sem á aðeins 18 bardaga að baki.

"Hatton vill vera mjög hreyfanlegur í bardögum sínum og ég ætla því að fara í skrokkinn á honum við hvert tækifæri. Ég held að áhorfendur eigi eftir að verða vitni að frábærum bardaga á laugardaginn, enda erum við báðir með skemmtilegan bardagastíl," sagði

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×