Jordan: Schumacher verður goðsögn 15. janúar 2007 12:45 Michael Schumacher kyssir Ferrari-bíl sinn eftir sinn síðasta kappakstur á ferlinum á síðasta ári. MYND/Getty Eddie Jordan, stofnandi og æðsti yfirmaður Jordan-liðsins í formúlu 1, segir að orðspor Michael Schumcaher í íþróttinni muni aukast til muna á næstum misserum nú þegar hann er hættur að aka. Jordan, sem gaf Schumacher fyrst tækifæri í formúlu 1 árið 1991, telur að Schumacher verði orðinn goðsögn innan fárra ára. "Ef fólk yrði spurt um helsta áhrifavaldinn og goðsögnina innan formúlu 1 held ég að flestir myndu segja Ayrton Senna, einkum vegna þess að hann er ekki lengur á meðal vor. Við dauða eða fráfall einstaklings styrkist ímynd hans oft til muna. Nú þegar Schumacher er hættur að keppa held ég að hans persóna og ímynd á meðal almennings muni stórbatna," segir Jordan. "Michael var ótrúlegur ökumaður og engum líkur. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á formúlu 1 og staðið sig vel sem helsti flaggberi íþróttarinnar á síðustu árum. Í Bretlandi vandist fólk því að geðjast illa við hann en allar slíkar hugsanir munu breytast þegar fram líða stundir. Ég held að við þurfum ekki að bíða lengi efitr því að Schumacher verður orðinn að goðsögn," bætti Jordan við. Formúla Íþróttir Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Eddie Jordan, stofnandi og æðsti yfirmaður Jordan-liðsins í formúlu 1, segir að orðspor Michael Schumcaher í íþróttinni muni aukast til muna á næstum misserum nú þegar hann er hættur að aka. Jordan, sem gaf Schumacher fyrst tækifæri í formúlu 1 árið 1991, telur að Schumacher verði orðinn goðsögn innan fárra ára. "Ef fólk yrði spurt um helsta áhrifavaldinn og goðsögnina innan formúlu 1 held ég að flestir myndu segja Ayrton Senna, einkum vegna þess að hann er ekki lengur á meðal vor. Við dauða eða fráfall einstaklings styrkist ímynd hans oft til muna. Nú þegar Schumacher er hættur að keppa held ég að hans persóna og ímynd á meðal almennings muni stórbatna," segir Jordan. "Michael var ótrúlegur ökumaður og engum líkur. Hann hefur haft gríðarleg áhrif á formúlu 1 og staðið sig vel sem helsti flaggberi íþróttarinnar á síðustu árum. Í Bretlandi vandist fólk því að geðjast illa við hann en allar slíkar hugsanir munu breytast þegar fram líða stundir. Ég held að við þurfum ekki að bíða lengi efitr því að Schumacher verður orðinn að goðsögn," bætti Jordan við.
Formúla Íþróttir Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira