Ralf er ekki að hætta 14. janúar 2007 19:30 Ralf Schumacher sést hér með nýja Toyota-bílnum. MYND/Getty Ökuþórinn Ralf Schumacher segir að ekkert sé til í þeim fregnum að hann hyggist hætta í formúlu eftir að núverandi samningur hans við Toyota rennur út eftir næsta tímabil. Schumacher hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Toyota og við það fóru sögusagnirnar af stað. Schumacher hefur verið á mála hjá Toyota frá árinu 2005 og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Einhverjir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Ralf hyggist feta í fótspor bróður síns Michael og hætta keppni í formúlu 1 við fyrsta tækifæri en í gær steig yngri bróðurinn fram og lýsti vangaveltunum sem fjarstæðu. “Ég get lofað ykkur einu – það hvarflar ekki að mér að hætta,” sagði hann. Um nýjan samning við Toyota vildi Ralf lítið ræða en hann lýsti því þó yfir að hann hyggist setjast niður með framkvæmdastjórnum Hans Mahr þegar eitthvað verður liðið á komandi keppnistímabil í formúlu 1 kappakstrinum. Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ökuþórinn Ralf Schumacher segir að ekkert sé til í þeim fregnum að hann hyggist hætta í formúlu eftir að núverandi samningur hans við Toyota rennur út eftir næsta tímabil. Schumacher hefur enn ekki skrifað undir nýjan samning við Toyota og við það fóru sögusagnirnar af stað. Schumacher hefur verið á mála hjá Toyota frá árinu 2005 og skrifaði þá undir þriggja ára samning. Einhverjir fjölmiðlar hafa sagt frá því að Ralf hyggist feta í fótspor bróður síns Michael og hætta keppni í formúlu 1 við fyrsta tækifæri en í gær steig yngri bróðurinn fram og lýsti vangaveltunum sem fjarstæðu. “Ég get lofað ykkur einu – það hvarflar ekki að mér að hætta,” sagði hann. Um nýjan samning við Toyota vildi Ralf lítið ræða en hann lýsti því þó yfir að hann hyggist setjast niður með framkvæmdastjórnum Hans Mahr þegar eitthvað verður liðið á komandi keppnistímabil í formúlu 1 kappakstrinum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira