Peningaskápurinn... 8. september 2007 00:01 Vélabóndinn Nokkuð hefur verið rætt upp á síðkastið um netþjónabú, sem bandarísku hugbúnaðar- og netfyrirtækin Microsoft, Yahoo, Google, ásamt öðrum, eru að skoða að reisa hér á landi. Á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands í vikunni um netþjónabúin komu upp vangaveltur um nafnið enda gætu bú sem þessi geymt mun meira en netþjóna eina. Nokkrum nýjum heitum var varpað fram, svo sem gagnamiðstöð og vélabú, sem vísar til þess að þeir sem reki búið séu vélabændur líkt og kollegar þeirra með kýrnar. Hjálmar Gíslason hjá Símanum, sem átti hugmyndina, sagði þetta nærtækasta dæmið í sínum huga. „Ég er úr sveit,“ sagði hann. Nördar ráða staðarvali Ekki liggur fyrir um hugsanlega staðsetningu netþjónabúa, ef af verður. Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Islandia, sem hefur skoðað möguleikann á byggingu netþjónabús, sagði á ráðstefnunni hægt að reisa þau hvar sem er. En tvö atriði skipti þó höfuðmáli: „Þetta fer allt eftir nördunum. Í fyrsta lagi verða nördar að geta ekið til netþjónabúanna en í öðru lagi verður að vera stutt á stað þar sem hægt er að kaupa pizzur og Pepsi Max,“ sagði hann og benti á að væri hlúð að þörfum nördanna væri fátt sem stæði í vegi fyrir öruggum rekstri netþjónabúa hér á landi. Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vélabóndinn Nokkuð hefur verið rætt upp á síðkastið um netþjónabú, sem bandarísku hugbúnaðar- og netfyrirtækin Microsoft, Yahoo, Google, ásamt öðrum, eru að skoða að reisa hér á landi. Á ráðstefnu Skýrslutæknifélags Íslands í vikunni um netþjónabúin komu upp vangaveltur um nafnið enda gætu bú sem þessi geymt mun meira en netþjóna eina. Nokkrum nýjum heitum var varpað fram, svo sem gagnamiðstöð og vélabú, sem vísar til þess að þeir sem reki búið séu vélabændur líkt og kollegar þeirra með kýrnar. Hjálmar Gíslason hjá Símanum, sem átti hugmyndina, sagði þetta nærtækasta dæmið í sínum huga. „Ég er úr sveit,“ sagði hann. Nördar ráða staðarvali Ekki liggur fyrir um hugsanlega staðsetningu netþjónabúa, ef af verður. Sol Squire, forstjóri gagnageymslufyrirtækisins Data Islandia, sem hefur skoðað möguleikann á byggingu netþjónabús, sagði á ráðstefnunni hægt að reisa þau hvar sem er. En tvö atriði skipti þó höfuðmáli: „Þetta fer allt eftir nördunum. Í fyrsta lagi verða nördar að geta ekið til netþjónabúanna en í öðru lagi verður að vera stutt á stað þar sem hægt er að kaupa pizzur og Pepsi Max,“ sagði hann og benti á að væri hlúð að þörfum nördanna væri fátt sem stæði í vegi fyrir öruggum rekstri netþjónabúa hér á landi.
Á gráa svæðinu Markaðir Peningaskápurinn Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira