Viðskipti innlent

Peningaskápurinn ...

Viðskipti á mannamáliEins og komið hefur fram í fjölmiðlum er yfirtaka Kaupþings á NIBC í Hollandi stærsta fjárfesting í íslensku viðskiptalífi fyrr og síðar. Forsvarsmenn Kaupþings eru ekki bara sáttir við verðið, samsvörun þessara tveggja fyrirtækja- og fjárfestingarbanka er einnig augljós. Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri bankans einsetti sér að reyna að sletta ensku sem minnst á íslenskri kynningu bankans á kaupunum. Í undirbúningnum vafðist honum þegar tunga um tönn þegar hann hugðuist þýða a kjörorð yfirtökunnar „excellent strategic fit" yfir á okkar ylhýra. Niðurstaðan var einföld eftir miklar vangaveltur: „Passar ógeðslega vel saman." Kreppur koma og faraForstjóra Kaupþings, Hreiðari Má Sigurðssyni, varð tíðrætt um krísur á fjármálamörkuðum og minntist þess ekki að hafa rekið banka í langan tíma án þess að hafa þurft að fara í gegnum einn skell. Hann rifjaði upp hrunið á hlutabréfamörkuðum í Rússlandi á síðustu öld, netbóluna í byrjun aldarinnar, Íslandskrísunnar í fyrra og þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra tók peningana sína út úr bankanum hér um árið. Hvað sem öllu líður þá mun Kaupþing halda sínu striki varðandi kaupin á NIBC, sagði forstjórinn kokhraustur.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×