Stefán til Bröndby í vikunni 3. júlí 2007 00:01 fréttablaðið/scanpix Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Stefán kom hingað til lands í frí í gær og hafði þá sjálfur ekki heyrt í forráðamönnum Lyn um söluna. „Ef gengið verður frá því í dag eða á morgun getur það vel farið svo að ég gangi frá mínum málum jafnvel í þessari viku,“ sagði hann. „Mér líst auðvitað afskaplega vel á Bröndby og væri spenntur fyrir því að fara þangað.“ Það eru því allar líkur á því að Stefán hafi leikið sinn síðasta leik með Lyn en hann hefur leikið með félaginu í tvö ár. Hann hefur þótt skara fram úr á þessu tímabili og er meðal hæstu leikmanna deildarinnar í einkunnagjöf norsku fjölmiðlanna. Stefán skoraði eftirminnilega þrennu í ótrúlegum 6-0 sigurleik á Brann í síðasta mánuði en Brann var þá á toppi deildarinnar. Lyn vann Start á útivelli um helgina, 1-0, og er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum á eftir toppliði Stabæk. Stefán lék ekki með Lyn í leiknum þar sem hann var í leikbanni. Fram að því hafði hann leikið alla leiki Lyn í deildinni, ávallt í byrjunarliði. Samingur Stefáns við Lyn rennur út í lok leiktíðar en félagið ákvað frekar að selja hann nú í stað þess að hann færi frítt frá því í lok leiktíðar. Danskir miðlar greindu frá því í síðustu viku að kaupverðið væri um 110 milljónir króna en Arnór sagði það vera ýkta tölu. - esá Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira
Allar líkur eru á því að Stefán Gíslason, leikmaður Lyn í Noregi, gangi til liðs við danska úrvalsdeildarliðið Bröndby á allra næstu dögum, jafnvel í þessari viku. Lyn hefur þegar staðfest kauptilboð Bröndby eftir því sem Arnór Guðjohnsen, umboðsmaður Stefáns, sagði við Fréttablaðið í gær. Stefán kom hingað til lands í frí í gær og hafði þá sjálfur ekki heyrt í forráðamönnum Lyn um söluna. „Ef gengið verður frá því í dag eða á morgun getur það vel farið svo að ég gangi frá mínum málum jafnvel í þessari viku,“ sagði hann. „Mér líst auðvitað afskaplega vel á Bröndby og væri spenntur fyrir því að fara þangað.“ Það eru því allar líkur á því að Stefán hafi leikið sinn síðasta leik með Lyn en hann hefur leikið með félaginu í tvö ár. Hann hefur þótt skara fram úr á þessu tímabili og er meðal hæstu leikmanna deildarinnar í einkunnagjöf norsku fjölmiðlanna. Stefán skoraði eftirminnilega þrennu í ótrúlegum 6-0 sigurleik á Brann í síðasta mánuði en Brann var þá á toppi deildarinnar. Lyn vann Start á útivelli um helgina, 1-0, og er í fimmta sæti deildarinnar sem stendur, sjö stigum á eftir toppliði Stabæk. Stefán lék ekki með Lyn í leiknum þar sem hann var í leikbanni. Fram að því hafði hann leikið alla leiki Lyn í deildinni, ávallt í byrjunarliði. Samingur Stefáns við Lyn rennur út í lok leiktíðar en félagið ákvað frekar að selja hann nú í stað þess að hann færi frítt frá því í lok leiktíðar. Danskir miðlar greindu frá því í síðustu viku að kaupverðið væri um 110 milljónir króna en Arnór sagði það vera ýkta tölu. - esá
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Guðrún með fyrirliðabandið og fagnaði sigri á móti Maríu Sjálfsmark og víti í lokin komu Aston Villa í frábær mál í Meistaradeildinni Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Í beinni: Real Madrid - Atlético Madrid | Blóðug barátta erkifjenda Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Albert gæti spilað Seríu A leik í Bandaríkjunum Segir Arsenal sífellt skorta eitthvað til að vinna titla „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Sjá meira