Ég brosi allan hringinn í dag 23. júní 2007 10:30 Dóra María Lárusdóttir fagnar marki sínu gegn Serbum í fyrrakvöld. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði einnig í leiknum en hún er til hægri á myndinni. Anton „Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu." Íslenski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira
„Þær voru frábærar í þessum leik en það sem er eftirminnilegast er að tæplega sex þúsund manns mættu á völlinn og áhorfendametið var tvöfaldað," sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, fyrrum þjálfari og leikmaður með íslenska landsliðinu, um leik Íslands og Serbíu í fyrrakvöld. Ísland vann leikinn með fimm mörkum gegn engu og trónir nú á toppi síns riðils í undankeppni EM 2009 með fullt hús eftir þrjá leiki. „Það var svo augljóst á leikmönnum að leikgleðin var mikil og þær voru skælbrosandi inni á vellinum." Hún segir að staða kvennaknattspyrnunnar hafi bæst mikið á undanförnum misserum og að hápunktinum hafi verið náð í fyrrakvöld. „Eitt atriði sem mér finnst skipta miklu máli er að kvennaboltinn hefur eignast fullt af málsvörum .Það eru ekki bara stelpurnar sjálfar og foreldrar þeirra sem eru að berjast í þessu heldur fullt af öðru fólki. Margir aðilar, eins og Fréttablaðið, hefur vakið máls á ýmsum málefnum og fylgt þeim svo vel eftir," sagði Vanda. „Leikurinn í gær var svo toppurinn. Fyrir alla þá sem hafa verið að berjast í kvennaboltanum í öll þessi ár og áratugi er þetta afar ánægjulegt. Sjálf brosi ég allan hringinn." Vanda segir að leikmenn hafi mætt gríðarlega einbeittir til leiks. „Þær voru greinilega búnar að ákveða að sýna Serbum að þær ættu ekki möguleika í þessum leik og það gerðu þær strax frá fyrstu mínútu. Þetta er tvímælalaust besta landslið sem við höfum átt frá upphafi, þessar stelpur eru fljótari og búa yfir betri tækni. Þær hafa líka áður sýnt með yngri landsliðum Íslands og góðum árangri á Norðurlandamótum að þær eru góðar. Það er ný kynslóð að koma upp í landsliðinu og þær ætla greinilega að láta draum sinn rætast." Engu að síður er nóg eftir af undankeppninni og sjálf úrslitakeppnin í Finnlandi fer ekki fram fyrr en eftir tvö ár. „Liðið verður að halda sér á jörðinni og halda áfram á sömu braut. Og ég veit að stelpurnar hafa verið mjög duglegar að æfa, allt upp í tíu sinnum í viku. Það segir sína sögu."
Íslenski boltinn Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Í beinni: Fram - Haukar | Útlit fyrir blóðugt uppgjör Handbolti „Vilja allir spila fyrir Man United“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Sjá meira