Viðskipti innlent

Forgengileiki hamingjunnar

Í nýjasta tölublaði Vísbendingar veltir ritstjóri blaðsins fyrir sér afdrifum þeirra sem ná árangri í lífinu, hvort árangurinn kunni að draga úr fólki kraft eða hafa jafnvel neikvæð áhrif síðar á æviskeiðinu.

Þannig virðist eftirlaunafrumvarp þingmanna benda til að þeir eigi erfitt með að fá góða vinnu að þingmennsku afstaðinni. Velt er upp spurningunni hvort það sama eigi við í viðskiptum. „Margir eru kannski „kalnir á hjarta" eftir að hafa náð (eða ekki náð) á tindinn. En þeir eiga þó oft peningana eftir. Og líklega er skárra að vera ríkur og dapur en fátækur og dapur."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×