Viðskipti innlent

Tékkheftið á grafarbakkanum

Greiðslukort
Greiðslukort

Plastið hefur vinninginn víða, í það minnsta gildir það þegar kemur að vali fólks á greiðslumiðli. Í nýjasta tölublaði fjármálarits Sunday Telegraph er fjallað um andlát ávísanaheftisins og talað um að útförin kunni að vera í nánd.

Bresk fjármálafyrirtæki og verslanir segja nefnilega að ávísanahefti séu orðið svo lítið notuð að best sé að slá ávísanirnar af með öllu. Þá hefur fjöldi verslana tekið upp þá stefnu að taka ekki við ávísunum. Nú síðast var það Boots-keðjan sem tók þá ákvörðun, en önnur fyrirtæki sem ekki lengur taka tékka eru Asda, WH Smith, Next, Currys, PC World og fleiri. Hér heima taka búðir enn við tékkum, en þróunin er engu að síður sú sama; notkun þeirra hefur dregist stórlega saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×