Viðskipti innlent

Háskólapróf í nísku

Á Deiglunni.com er oft að finna skemmtilegar greinar. Þar er samankominn hópur frjálslyndra og velmenntaðra ungmenna sem tekst oft á tíðum að bregða frjóu sjónarhorni á hin ýmsu málefni líðandi stundar í bland við hin sem glíma þarf við á skala eilífðarinnar. Á Deiglunni er að finna núna grein eftir Magnús Þór Torfason, doktorsnema við Columbia Business School.

Þar fjallar hann um nytjahámörkun og bendir á að rannsóknir sýni að hagfræðingar sem eru sérfræðingar í nytjahámörkun hagi sér í samræmi við þekkingu sína. Þannig gefi hagfræðiprófessorar minna til góðgerðarmála en prófessorar í öðrum greinum og hagfræðinemar hegði sér á eigingjarnari hátt en nemendur annarra greina.

Magnús Þór bendir á að þetta geti verið innlegg í það hvort skattleggja eigi eða styrkja nám í hagfræði. Hann bendir þó á að hann sé ekki hlynntur sérstökum skatti á hagfræðinga, enda séu jákvæð ytri áhrif af hagfræðimenntun stórum meiri en þau neikvæðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×