Viðskipti innlent

Dagur hinna bölsýnu

Heimurinn skiptist í stórum dráttum í bölsýna og bjartsýna. Hinir bjartsýnu sigra venjulega þegar til lengri tíma er litið, enda lífsafstaðan til þess fallin að koma fremur auga á tækifæri en sú afstaða að allt sé á leið til andskotans.

Gærdagurinn var hins vegar dagur hinna bölsýnu þegar markaðir heimsins lækkuðu hraustlega. Þá eru auðvitað margir sem eru til í að stíga fram á völlinn og hrópa „Sagði ég ekki!“ Hin bjartsýna afstaða þegar allt lækkar er auðvitað sú að gleðjast með þeim bölsýnu. Því hafi maður tileinkað sér viðhorf hins bjartsýna, veit maður líka að það verða allir að fá að gleðjast einhverntímann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×