Viðskipti innlent

Peningaskápurinn...

Neytendaþrýstingur á netinuTölvupóstur gengur nú manna í millum þar sem neytendur eru hvattir til að fylgjast með þeim birgjum sem vörur frá hafa hækkað að undanförnu. Síðan fylgir langur listi af ýmis konar þekktum neysluvörum sem eiga það allar sameiginlegt að vera innfluttar, framleiddar úr innfluttri vöru eða vera innlendar landbúnaðarvörur. Margir birgjar verslana barma sér undan þessari nýstárlegu neytendavakningu og benda á þá glímu sem fylgir óstöðugri mynt og samningsbundnum verðhækkunum til bænda. Hitt er ljóst að yfir þeim voma vökulli augu en oft áður, enda íslenskir neytendur ekki þekktir að mikilli verðvitund, sérstaklega þeir sem ólust úpp á verðbólguárunum. Rokur um okur

Mikill hagnaður bankanna hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Mikill hagnaður á sér ekki langa sögu í rekstri íslenskra fyrirtækja og stutt síðan að allur hagnaður var afgreiddur sem illa fengið fé. Hagnaður er lífsnauðsynlegur fyrirtækjum og án hans hrörna þau og fara á hausinn.

Þegar fyrirtæki hagnast, gera þau eitthvað við hagnaðinn. Hluti fer til hluthafa og hluti í nýjar fjárfestingar sem aftur skapar vinnu og tækifæri. Þannig virkar nú þessi hringrás og fyrir þá sem hugsa meira á þeim nótunum er hagnaðurinn frekar jákvætt fyrirbæri. Árferði í rekstri virðist víðar gott en hér og skila til að mynda olíufélög heimsins nú methagnaði hvert af öðru. Google skilaði líka methagnaði og spurning á hverjum þeir eru að okra?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×