Eini góði bankinn 17. janúar 2007 10:30 Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Og eins og venjulega munu þeir halda því blákalt fram að eina ástæðan fyrir góðærinu í fjármálafjallinu sé að Útrásargrýlan hafi verið svo afkastamikil. Ekki hafi þeir stolið auði sínum af sauðsvörtum íslenskum almúganum - nei, ó, nei - langt í frá. Í raun sjá gróðasveinarnir slíkar aumur á þjóð sinni að hér reka þeir alla sína starfsemi á núlli og fórna því ómældum gróða í þau góðverk. Já - nú liður að ársuppgjörum banka og fjármálafyrirtækja. Bráðum koma bankajólin. Bónusabörnin hlakka til Allir fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta milljarð til. Hvað það verður vita allir. Enginn vandi um að spá. Það er jú víst að allir græða ótrúlega mikið þá. En ekki mun Aurasálin fagna þessum jólum nema með því að líma út í glugga yfirdráttarnóturnar, víxlana og sannanir um vaxtaberandi skuldir í íslenskum krónum sem gera þessum ósvífnu bönkum og Hannesum Smárasonum kleift að vaða yfir okkur verðmætaskapandi lista- og handverksmenn þessarar þjóðar með vaxtaokri sínu og þjónustugjöldum. Það er hins vegar huggun harmi gegn að hér á landi sé enn starfandi einn heiðarlegur banki sem ekki okrar á almenningi í landinu en berst fyrir lítilmagnann gegn auðvaldinu. Þetta er Seðlabankinn sem aðeins rukkar 14,5 prósenta vexti á meðan íslensku bankarnir eru að taka 21 prósent. Aurasálin hefur þegar óskað eftir að færa viðskipti sín yfir í Seðlabankann. Raunar er það svo að samkvæmt skilningi Aurasálarinnar hefur Seðlabankinn heimildir í lögum til þess að taka yfir stjórn viðskiptabankanna ef þeir valda ekki hlutverki sínu. Þarf frekari sannanna við en ofsagróða síðustu ára á baki íslenskrar alþýðu? Er ekki nóg komið? Er vilji þjóðarinnar ekki skýr? Davíð og Seðlabankinn verða að taka málin í sínar hendur. Seðlabankavæðum bankana. Höldum landinu hreinu frá útlenskum þenslugjaldmiðlum. Seðlabankinn er síðasti varnarmúr íslenskrar menningar. Upp með fánann og fallbyssurnar í Seðlabankanum! Markaðir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Senn líður að jólum. Eftir nokkrar vikur koma þeir allir saman til byggða gróðasveinarnir úr bönkunum. Það eru Vaxtapínir, Þjónustugjaldasníkir, Víxlakrókur, Yfirdráttargaur og Láglaunaskefill. Þeir koma allir glaðhlakkalegir til byggða sama daginn og tilkynna þjóðinni að þeir séu jafnvel ennþá feitari og ríkari í ár en þeir voru í fyrra. Og eins og venjulega munu þeir halda því blákalt fram að eina ástæðan fyrir góðærinu í fjármálafjallinu sé að Útrásargrýlan hafi verið svo afkastamikil. Ekki hafi þeir stolið auði sínum af sauðsvörtum íslenskum almúganum - nei, ó, nei - langt í frá. Í raun sjá gróðasveinarnir slíkar aumur á þjóð sinni að hér reka þeir alla sína starfsemi á núlli og fórna því ómældum gróða í þau góðverk. Já - nú liður að ársuppgjörum banka og fjármálafyrirtækja. Bráðum koma bankajólin. Bónusabörnin hlakka til Allir fá þá eitthvað fallegt. Í það minnsta milljarð til. Hvað það verður vita allir. Enginn vandi um að spá. Það er jú víst að allir græða ótrúlega mikið þá. En ekki mun Aurasálin fagna þessum jólum nema með því að líma út í glugga yfirdráttarnóturnar, víxlana og sannanir um vaxtaberandi skuldir í íslenskum krónum sem gera þessum ósvífnu bönkum og Hannesum Smárasonum kleift að vaða yfir okkur verðmætaskapandi lista- og handverksmenn þessarar þjóðar með vaxtaokri sínu og þjónustugjöldum. Það er hins vegar huggun harmi gegn að hér á landi sé enn starfandi einn heiðarlegur banki sem ekki okrar á almenningi í landinu en berst fyrir lítilmagnann gegn auðvaldinu. Þetta er Seðlabankinn sem aðeins rukkar 14,5 prósenta vexti á meðan íslensku bankarnir eru að taka 21 prósent. Aurasálin hefur þegar óskað eftir að færa viðskipti sín yfir í Seðlabankann. Raunar er það svo að samkvæmt skilningi Aurasálarinnar hefur Seðlabankinn heimildir í lögum til þess að taka yfir stjórn viðskiptabankanna ef þeir valda ekki hlutverki sínu. Þarf frekari sannanna við en ofsagróða síðustu ára á baki íslenskrar alþýðu? Er ekki nóg komið? Er vilji þjóðarinnar ekki skýr? Davíð og Seðlabankinn verða að taka málin í sínar hendur. Seðlabankavæðum bankana. Höldum landinu hreinu frá útlenskum þenslugjaldmiðlum. Seðlabankinn er síðasti varnarmúr íslenskrar menningar. Upp með fánann og fallbyssurnar í Seðlabankanum!
Markaðir Viðskipti Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira