Viðskipti innlent

Færeyingar fylgjast með

Íslendingar hyggjast nú athuga hvort landið geti tekið upp evru sem gjaldmiðil án þess að ganga í Evrópubandalagið, sagði í frétt færeyska útvarpsins í byrjun vikunnar. Þar var vitnað til orða Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra um að hún vildi í fullri alvöru láta skoða möguleikann á upptöku evrunnar án Evrópusambandsaðildar.

„Þetta hefur hún nefnt áður, en ekki með jafnafgerandi hætti og nú. Valgerður Sverrisdóttir telur að erfitt muni verða að halda sjálfstæðum gjaldmiðli í litlu landi með lítið hagkerfi á opna evrópska markaðnum,“ segir Útvarp Føroya og greinir frá því að á Íslandi setji æ fleiri spurningamerki við það hvort hér náist stöðgugleiki í efnahagsmálum með krónunni og miklum hagsveiflum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×