Formúla 1

Fisichella óánægður með nýju dekkin

Ökumenn í formúlu 1 eiga erfitt með að ráða við nýju Bridgestone-dekkin.
Ökumenn í formúlu 1 eiga erfitt með að ráða við nýju Bridgestone-dekkin. MYND/AFP

Lið í formúlu 1 þurfa að gera breytingar á bremsubúnaði bíla sinna ef ökumenn þeirra eiga að geta ráðið við nýju Bridgestone-dekkinn, sem gerð eru úr nýrri tegund af gúmmí en áður hefur verið notast við. Þetta segir Giancarlo Fisichella hjá Renault.

Ítalski ökumaðurinn segir að dekkinn láti illa að stjórn í kröppustu beygjunum. “Framhjólin vilja læsast þegar maður þarf að bremsa mikið og skyndilega. Það er mjög óþægilegt að upplifa þetta en við eigum sjálfsagt eftir að venjast því. Ég tel samt að það þurfi að gera einhverjar breytingar á bremsubúnaðinum – til að ökumenn geti ráðið betur við þessi dekk,” segir Fisichella.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×