Innlent

Byrgið þarf að rannsaka

Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum segir alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.

Þær ásakanir sem fram komu á Byrgið og forstöðumann þess í Kompási á sunnudaginn eru mjög alvarlegar, segir Rúna Jónsdóttir hjá Stígamótum. "Þarna er verið að taka á máli sem hljómar mjög illa og það er orðið upplýst gagnvart þjóðinni og því þarf að rannsaka það."

Um fimmhundruð manneskjur leita til Stígamóta á hverju ári og helmingur vegna nýrra mála. Þar af eru um fimm prósent kærð. Það er því sárasjaldgæft að kynferðisbrotamál séu leidd til lykta en sýslumaðurinn á Selfossi hefur sagt að upplýsingarnar í Kompási séu ekki grundvöllur fyrir rannsókn. "Mér finnst það ekki nothæf afsökun. Það er alveg ljóst, þetta þarf að rannsaka."

Samband milli þess sem þarfnast hjálpar og þeirra sem gefa sig út fyrir að hjálpa er alltaf skakkt segir Guðrún. "Slíkt samband krefst þess að það sé farið vel með það, auðmýkt sé sýnd og gert það sem hægt er til að draga úr þessum ójöfnuði. Að misnota slíkt samband er stóralvarlegt mál."

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×