Vilja að Raikkönen skáli fyrir luktum dyrum 12. desember 2006 21:40 Raikkönen er sagður ölkær eins og Finna er siður NordicPhotos/GettyImages Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum. Raikkönen hefur verið nokkuð í fréttum síðasta árið vegna drykkju sinnar, en Todt segir að ekki sé annars að vænta frá ungum manni frá Finnlandi. "Finnum finnst gott að fá sér í glas endrum og eins og það er ekkert að því. Raikkönen þarf samt að athuga að hann verður meira í sviðsljósinu nú þegar hann er kominn til Ferrari og höfum við farið þess á leit við hann að hann staupi sig á afviknum stöðum með vinum sínum. Maður hefur heyrt nokkrar kjaftasögur um drykkju hans, en þegar maður er í þessum geira, verður maður sífellt að vera á tánum og ég held að Kimi sé bæði góður og stöðugur ökumaður," sagði Todt í samtali við franska fjölmiðla. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Jean Todt, yfirmaður Ferrari liðsins í Formúlu 1, segist ekki hafa neinar áhyggjur af drykkjuvenjum finnska ökuþórsins Kimi Raikkönen sem gengur í raðir liðsins - svo fremi sem hann skáli fyrir luktum dyrum. Raikkönen hefur verið nokkuð í fréttum síðasta árið vegna drykkju sinnar, en Todt segir að ekki sé annars að vænta frá ungum manni frá Finnlandi. "Finnum finnst gott að fá sér í glas endrum og eins og það er ekkert að því. Raikkönen þarf samt að athuga að hann verður meira í sviðsljósinu nú þegar hann er kominn til Ferrari og höfum við farið þess á leit við hann að hann staupi sig á afviknum stöðum með vinum sínum. Maður hefur heyrt nokkrar kjaftasögur um drykkju hans, en þegar maður er í þessum geira, verður maður sífellt að vera á tánum og ég held að Kimi sé bæði góður og stöðugur ökumaður," sagði Todt í samtali við franska fjölmiðla.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira