Renault ætlar ekki að sleppa Alonso 12. desember 2006 21:30 Alonso fær ekki að fara til McLaren fyrr en áætlað var NordicPhotos/GettyImages Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segir ekki koma til greina að liðið leyfi heimsmeistaranum Fernando Alonso að losna undan samningi sínum við liðið fyrr en um leið og hann rennur út um áramótin. Litlir kærleikar eru milli forráðamanna Renault og McLaren, en Alonso gengur til liðs við McLaren um áramót. Liðsstjóri McLaren greindi frá því á dögunum að mikill áhugi væri fyrir því að fá Alonso strax um borð í McLaren bílinn og að hann fengi að prófa hann fyrir áramótin þegar samningur hans við Renault rennur út og hann verður formlega liðsmaður McLaren. Briatore hefur hinsvegar blásið á þessa ráðagerð McLaren-manna. Ef McLaren menn vildu fá hann strax yfir til sín, held ég að þeir hafi sent þá beiðni á rangt heimilisfang. Þeir hefðu kannski átt að tala beint við okkur, frekar en að biðla til okkar í blöðum. Ég er búinn að senda Alonso jóla- og nýárskveðjur og vona að hann hafi það gott yfir hátíðarnar - því við munum gjörsigra hann og hans menn með vorinu," sagði Briatore ákveðinn í samtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Flavio Briatore, liðsstjóri Renault í Formúlu 1, segir ekki koma til greina að liðið leyfi heimsmeistaranum Fernando Alonso að losna undan samningi sínum við liðið fyrr en um leið og hann rennur út um áramótin. Litlir kærleikar eru milli forráðamanna Renault og McLaren, en Alonso gengur til liðs við McLaren um áramót. Liðsstjóri McLaren greindi frá því á dögunum að mikill áhugi væri fyrir því að fá Alonso strax um borð í McLaren bílinn og að hann fengi að prófa hann fyrir áramótin þegar samningur hans við Renault rennur út og hann verður formlega liðsmaður McLaren. Briatore hefur hinsvegar blásið á þessa ráðagerð McLaren-manna. Ef McLaren menn vildu fá hann strax yfir til sín, held ég að þeir hafi sent þá beiðni á rangt heimilisfang. Þeir hefðu kannski átt að tala beint við okkur, frekar en að biðla til okkar í blöðum. Ég er búinn að senda Alonso jóla- og nýárskveðjur og vona að hann hafi það gott yfir hátíðarnar - því við munum gjörsigra hann og hans menn með vorinu," sagði Briatore ákveðinn í samtali við Gazzetta dello Sport á Ítalíu.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira