Innlent

Einelti og nautnasýki í Latabæ

Sakleysi barnanna í Latabæ er spillt með sykri og naytnasýki segir prófessor í bókmenntum.
Sakleysi barnanna í Latabæ er spillt með sykri og naytnasýki segir prófessor í bókmenntum.

Latibær hefur notið gífurlegra vinsælda síðustu misseri og farið sigurför um heiminn. Nú eru hins vegar byrjaðar að heyrast gagnrýnisraddir og ásakanir um að þættirnir hvetji jafnvel til eineltis.

Dagný Kristjánsdóttir prófessor hefur skrifað um þættina og gagnrýnt þá harðlega. Hún segir neikvæða mynd af börnum lagða til grundvallar sögunni og sakleysi þeirra spillt með sykri og nautnasýki þrátt fyrir að boðskapurinn sé ekki neikvæður eða ofbeldisfullur.

Silja Aðalsteinsdóttir rithöfundur og ritstjóri tímarits Máls og menningar, þar sem ein grein Dagnýjar birtist, sagði í Íslandi í bítið í morgun að þættirnir stuðluðu að ósjálfstæðri hugsun barna, þeir þroski þau ekki, heldur láti þau hlíða og endurtekningar nálgist ofstæki. Hún segir einhliða áróður sem látinn er dynja á fólki verða ofbeldi.

Þá segir Dagný að gott barnaefni feli ekki í sér einelti eða stríðni, sem henni finnst einkenna latabæ, þar sem börnin losni ekki við uppnefnin þótt þau reyni að breyta um lifnaðarhætti.

Ekki náðist í Stefán Karl Stefánsson sem leikur Glanna glæp í þáttunum, en hann hefur barist gegn einelti á Íslandi og víðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×