Innlent

Ungir ökuníðingar missa bílprófin

Lögreglukona við hraðamælingar.
Lögreglukona við hraðamælingar. MYND/Vísir

Þrír sautján ára piltar, með glæný ökuskírteini, voru teknir úr umferð í nótt eftir að hafa mælst á allt of miklum hraða. Tveir voru stöðvaðir á Reykjanesbraut, annar með sex daga gamalt bílpróf og hinn með tíu daga, og sá þriðji mældist á rúmlega 150 kílómetra hraða á Sæbraut, þar sem hámarkshraði er 60 kílómetrar á klukkustund.

Piltarnir missa allir ökuréttindi og fá svimandi háar sektir samkvæmt nýju verðskránni yfir umferðarlagabrot. Fjórði ökumaðurinn, sem var stöðvaður fyrir hraðakstur í nótt, var aðeins eldri en hinir, en ný búinn að taka meirapróf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×