Innlent

Hæstiréttur verður við kröfu Opinna kerfa um lögbann

Hæstiréttur hefur orðið við kröfu Opinna kerfa um lögbann á það að þrír fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins starfi fyrir fyrirtækið Títan fyrr en um áramót.

Mennirnir þrír sögðu allir upp störfum hjá Opnum kerfum í lok september og fóru að vinna hjá Títan á uppsagnarfrestinum, en fyrirtækin eru í samkeppni á sviði tölvukerfa og netlausna.

Fóru því forsvarsmenn Opinna kerfa fram á það að lagt yrði lögbann við því að þeir störfuðu fyrir Títan fyrr en uppsagnarfresturinn væri liðinn auk þess sem krafist var lögbanns við því að mennirnir hefðu á sama tíma samband við viðskiptamenn Opinna kerfa.

Héraðsdómur hafði synjað lögbannskröfunni en Hæstiréttur sneri því við og taldið að mennirnir hefðu verið bundnir af ráðningasamningi sínum hjá Opnum kerfum þegar þeir hófu störf hjá Títan. Var því lagt fyrir sýslumann að leggja lögbann við því að mennirnir störfuðu hjá Títan til áramóta ásamt því að mennirnir hefðu samband við viðskiptamenn Opinna kerfa á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×