Fótbolti

Blendnar tilfinningar hjá Mourinho

Jose Mourinho er ekki þekktur fyrir annað en að vera hreinskilinn í viðtölum.
Jose Mourinho er ekki þekktur fyrir annað en að vera hreinskilinn í viðtölum. MYND/Getty Images

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, vissi ekki alveg í hvorn fótinn hann ætti að stíga þegar hann var spurður að því í dag hvort hann vildi að Manchester United og Arsenal kæmust áfram í Meistaradeild Evrópu. Ensku liðin eru í baráttu við tvo lið frá Portúgal, heimalandi Mourinho.

Arsenal er í sama riðli og Porto og þó svo að ólíklegt sé að Arsenal falli úr leik er það ekki útilokaður möguleiki. Það sama á við um Manchester United, sem fær Benfica í heimsókn og nægir annað stigið til að komast áfram.

“Ef ég hugsa um baráttuna um meistaratitilinn þá yrði það mun betra fyrir Chelsea að bæði liðin kæmust áfram. Í 16- og 8-liða úrslitunum fengju þau þá gott frí á meðan við munum líklega hvíla einhverja leikmenn í deildarkeppninni á sama tíma,” sagði Mourinho en bætti því við að föðurlandið skipi ennþá stóran sess í hjarta sínu, auk þess sem hann þjálfari Porto á sínum tíma.

“Ef þið spyrjið mig sem föðurlandsvið þá verð ég að viðurkenna að ég vill sjá Porto og Benfica fara áfram. Ef ég heldi öðru fram mun ég aldrei verða velkominn heim aftur,” sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×