Innlent

Aðalmeðferð í BMW-smyglmáli í dag

Aðalmeðferð í máli á hendur fimm mönnum í tengslum við stórfellt smygl á amfetamíni og hassi landsins hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og stendur í allan dag. Um er að ræða fjóra Íslendinga og einn Hollending sem taldir eru viðriðnir smygl á um 15 kílóum af amfetamíni og tíu kílóum af hassi í BMW-bifreið til landsins.

Þrír mannanna voru handteknir að kvöldi skírdags fyrr árinu þar sem þeir voru að losa efnin úr bensíntanki bílsins í iðnaðarhúsi í Reykjavík en hinir tveir voru handteknir síðar. Að minnsta kosti einn mannanna hefur áður verið dæmdur fyrir fíkniefnasmygl en búast má við þungum dómum í málinu verði mennirnir sakfelldir enda um gríðarlegt magn fíkniefna að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×