Innlent

Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15

MYND/GVA

Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag.

Það eru Jón Ásgeir Jóhannesson, systir hans Kristín Jóhannesdóttir, Jóhannes Jónsson, faðir þeirra, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi aðstoðarforstjóri Baugs, og Stefán Hilmarsson endurskoðandi sem hafa lagt fram kæruna en þau neita að svara spurningum lögreglu fyrr en skorið hefur verið úr um hæfi rannsakenda. Rannsókn efnahagsbrotadeildar lýtur að því hvort fimmmenningarnir hafi svikið undan skatti en fimmmenningarnir segja að yfirmenn efnahagsbrotadeildar hafi gert sig vanhæfa með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum um þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×