Innlent

Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi

Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tengslum við alvarlegt umferðarslys á Hringveginum sunnan við Syðri Bægisá í Hörgárbyggð í maí fyrra.

Slysið varð með þeim hætti að jeppi mannsins og bíll rákust saman á veginum og létust bæði farþegi í jeppanum og ökumaður hins bílsins. Maðurinn var sakaður um að hafa ekið jeppanum yfir leyfðum hámarkshraða, óvarlega og að hluta til á öfugum vegarhelmingi með þeim afleiðingum að hann ók á hina bifreiðina.

Fram kom í máli vitna fyrir dómi að skömmu fyrir slysið hefð ökumaður jeppans rásað nokkuð að miðlínu vegarins og til baka inn á réttan helming vegarins. Síðan hefði hann farið yfir á rangan vegarhelming og það hefði bifreiðin sem kom á mót einnig gert. Bílstjórar beggja bifreiðanna hefðu svo reynt að komast aftur yfir á réttan vegarhelming en lent saman á veginum miðjum.

Dóminum þótti ekki sannað að maðurinn hefði ekið of hratt og þá þótti ekki útilokað að bifreiðin sem kom á móti jeppanum hefði verið ekið óvarlega og þannig truflað ákærða við aksturinn. Því léki vafi á því að frumorsök slyssins yrði rakin til akstursmáta ákærða. Því var hann sýknaður af öllum ákæruatriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×