Chelsea tapaði fyrir Bremen 22. nóvember 2006 21:37 Eiður Smári hafði ekki heppnina með sér upp við mark Levski í kvöld AFP Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig. Chelsea var án Frank Lampard sem var í leikbanni, en það var þýski landsliðsmaðurinn Per Mertesacker sem skoraði sigurmark Bremen með öflugum skalla á 26. mínútu. Óvíst er hvort framherjinn magnaði Didier Drogba geti spilað með Chelsea í stórleiknum gegn Manchester United um helgina eftir að hafa haltrað af velli meiddur á ökkla. Andriy Shevchenko var á varamannabekk Chelsea í kvöld. John Terry fékk að líta gult spjald í leiknum og verður í leikbanni í lokaleik liðsins gegn Levski. Chelsea er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum þrátt fyrir tapið. Inter Milan lagði Sporting í B-riðli með marki frá Hernan Crespo á 36. mínútu, en fyrr í kvöld skildu Spartak og Bayern jöfn 2-2 í Moskvu. Bayern hefur 11 stig á toppnum, Inter 9 stig og Sporting hefur 5 stig. Í C-riðli vann Bordeux 3-1 sigur á Galatasaray og Liverpool lagði PSV 2-0 með mörkum frá Steven Gerrard á 65. mínútu og Peter Crouch á 89. mínútu. Liverpool er á toppi riðilsins með 13 stig en PSV er í öðru sæti með 10 stig. Sigur Liverpool í kvöld var nokkuð dýrkeyptur, en þeir Xabi Alonso, Mark Gonzales og Jermaine Pennant þurftu allir að fara meiddir af velli. Í D-riðli tryggði Valencia sér efsta sætið með 2-0 sigri á Olympiakos. Angulo og Morientas skoruðu mörk spænska liðsins sitt hvoru megin við hálfleikinn. Þá vann Shaktar óvæntan sigur á Roma 1-0. Valencia er í efsta sæti riðilsins með 13 stig, Roma hefur 7 stig og Shaktar 5 stig. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Chelsea tapaði sínum fyrsta leik í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld þegar liðið lá 1-0 fyrir þýska liðinu Werder Bremen. Á sama tíma vann Barcelona 2-0 sigur á Levski Sofia með mörkum frá Giuly og Iniesta, en Eiður Smári Guðjohnsen náði ekki að koma sér á blað þrátt fyrir að eiga nokkur ágæt færi í leiknum. Chelsea og Bremen eru jöfn í efsta sæti riðilsins með 10 stig en Barcelona hefur 8 stig. Chelsea var án Frank Lampard sem var í leikbanni, en það var þýski landsliðsmaðurinn Per Mertesacker sem skoraði sigurmark Bremen með öflugum skalla á 26. mínútu. Óvíst er hvort framherjinn magnaði Didier Drogba geti spilað með Chelsea í stórleiknum gegn Manchester United um helgina eftir að hafa haltrað af velli meiddur á ökkla. Andriy Shevchenko var á varamannabekk Chelsea í kvöld. John Terry fékk að líta gult spjald í leiknum og verður í leikbanni í lokaleik liðsins gegn Levski. Chelsea er öruggt með sæti í 16-liða úrslitunum þrátt fyrir tapið. Inter Milan lagði Sporting í B-riðli með marki frá Hernan Crespo á 36. mínútu, en fyrr í kvöld skildu Spartak og Bayern jöfn 2-2 í Moskvu. Bayern hefur 11 stig á toppnum, Inter 9 stig og Sporting hefur 5 stig. Í C-riðli vann Bordeux 3-1 sigur á Galatasaray og Liverpool lagði PSV 2-0 með mörkum frá Steven Gerrard á 65. mínútu og Peter Crouch á 89. mínútu. Liverpool er á toppi riðilsins með 13 stig en PSV er í öðru sæti með 10 stig. Sigur Liverpool í kvöld var nokkuð dýrkeyptur, en þeir Xabi Alonso, Mark Gonzales og Jermaine Pennant þurftu allir að fara meiddir af velli. Í D-riðli tryggði Valencia sér efsta sætið með 2-0 sigri á Olympiakos. Angulo og Morientas skoruðu mörk spænska liðsins sitt hvoru megin við hálfleikinn. Þá vann Shaktar óvæntan sigur á Roma 1-0. Valencia er í efsta sæti riðilsins með 13 stig, Roma hefur 7 stig og Shaktar 5 stig.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira