Innlent

Gæsluvarðhald framlengt í Húsavíkurmálinu

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum, sem stakk karlmann og konu í íbúðarhúsi á Húsavík að kvöldi sjötta þessa mánaðar og skildi konuna eftir í brennandi húsinu, var í gær framlengdur til fimmtánda janúar. Hann á auk þess að gangast undir geðrannsókn. Að sögn lögreglu liggur fyrir að eldur hafi kviknað af mannavöldum en ekki er jafn ljóst hvort það gerðist af ásetningi eða vangá. Játning liggur ekki fyrir.

Konan, sem lögreglumenn björguðu naumlega út úr brennandi húsinu og fluttu á gjörgæsludeild á Akureyri, var um helgina flutt á Landsspítalann í Reykjavík. Karlmaðurinn, sem árásarmaðurinn stakk líka, er á góðum batavegi og löngu kominn af sjúkrahúsi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×