Innlent

Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda

MYND/ÞÖK

Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Vegfarandinn mun ekki hafa slasast mikið en hann var þó fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var lögreglan kölluð í nótt að Miðbakkanum í Reykjavík vegna ungs manns sem hugðist stinga sér í sjóinn. Því var hins vegar afstýrt með aðstoð vina mannsins enda mun maðurinn þegar hafa verið orðinn blautur að utan sem innan sökum rigningar og drykkju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×