Innlent

Vilja stuðla að jöfnum tækifærum til íþróttaiðkunar

MYND/Heiða

Vinstri - grænir hyggjast leggja fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að settur verði á fót starfshópur á vegum mannréttindanefndar, Íþrótta- og tómstundaráðs og menntaráðs sem hafi það að markmiði að stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna til íþróttaiðkunar. Þar er meðal annars átt við aðgengi að aðstöðu, fjármagni, þjálfurum og stuðningi.

Í greinargerð með tillögunni segir að rannsóknir bendi til þess að allt frá fimm ára aldri séu börn farin að velja sér leiki og áhugmál sem samræmast hugmyndum samfélagsins um kvenleika og karlmennsku og sé fræðafólk sammála um að mikil þörf sé á að sporna við slíku, enda sé það afar takmarkandi fyrir einstaklinga. Er lagt til að starfshópurinn skili tillögum að úrbótum og aðgerðaáætlun til fjögurra ára fyrir 1. maí á næsta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×