Innlent

SVÞ vilja sjá útreikninga vegna lækkunar matarverðs

Samtök verslunar og þjónustu hafa farið fram á það við forsætisráðuneytið að fá að sjá helstu útreikninga sem liggja til grundvallar yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um ráðstafanir til þess að lækka matarverð um 16 prósent í mars á næsta ári, en ekki enn fengið svar. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtakanna. Þar segir að samtökin hafi ritað forsætisráðuneytingu bréf þessa efnis þann 12. október og bent á að þau sjái ekki hvernig umræddar ráðstafafnir leiði til þeirrar lækkunar sem stefnt er að. Segja þau mikilvægt að sami skilningur ríki á þessu í atvinnulífinu og stjórnarráðinu, og því sé farið fram á að sjá útreikningana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×