Innlent

Níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað

MYND/Vísir

Kona var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmd í níu mánaða fangelsi fyrir þjófnað í heimahúsi, en með brotinu rauf hún skilorð. Konan var ákærð bæði fyrir þjófnað í verslun Europris í Reykjavík i nóvember í fyrra og fyrir að hafa farið inn hús í miðbænum á Þorláksmessu í fyrra og reynt að hafa þaðan á brott fatnað, matvæli og jólagjafir:

Heimilisfólk var sofandi þegar konan kom inn en vaknaði þegar það heyrði þrusk og kom húsbóndinn að þjófnum inni í stofu. Ákærða neitaði sök en sannað þótti að hún hefði ætlað að stela áðurnefndum hlutum. Í ljósi langs sakaferils og þess að konan rauf skilorð þótti níu mánaða fangelsi hæfileg refsing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×