Innlent

Yfir 120 óku of hratt á gatnamótum

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. MYND/Pjetur

Ríflega 120 ökumenn sem fóru um gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar eiga yfir höfði sér sektir vegna hraðakstursbrota sem náðust á löggæslumyndavél þar á síðasta sólarhring.

Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að meðalhraði hinna brotlegu hafi verið um 82 kílómetrar á klukkustund en sá sem hraðast ók mældist á 115. Það telst vera ofsaakstur þar sem hámarkshraði á þessum fjölförnustu gatnamótum borgarinnar er 60 kílómetrar á klukkustund.

52 ökumenn til viðbótar voru teknir fyrir hraðakstur á hinum ýmsu stöðum í borginni en bílar þriggja þeirra mældust á rúmlega tvöföldum leyfilegum hámarkshraða. Þá var tilkynnt um sextán umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík en ekki er vitað um nein slys á fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×