Lækkun matarskatts vinnur gegn verðbólgumarkmiðum 2. nóvember 2006 18:26 Seðlabanki Íslands. MYND/Vísir Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember. Fréttir Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka matarskatta vinnur gegn verðbólgumarkmiðum Seðlabankans. Seðlabankastjóri segir ekki raunhæft að stýrivextir verði lækkaðir í byrjun næsta árs eins og greiningardeildirnar hafa spáð og útilokar ekki að þeir verði hækkaðir í desember. Seðlabankinn tilkynnti í dag um ákvörðun sína að halda stýrivöxtum bankans óbreyttum. Þetta er í fyrsta sinn síðan í maí 2004 sem bankinn hækkar ekki vexti sína. Vextirnir hafa hækkað úr 5,3% í 14% á tímabilinu. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, sagði verðbólguhorfur hafa batnað verulega en enn væri þó þörf á brýnu aðhaldi. Hann sagði meira aðhald í opinberum fjármálum geta flýtt fyrir lækkun vaxta. Samdráttur ríkisstjórnarinnar í framkvæmdum, sem hófust í sumar og lauk í október, hafi skilað litlu. Davíð sagði að ef aðgerðirnar hefðu staðið lengur hefðu áhrif þeirra verið jákvæð. Þær hafi hins vegar staðið stutt og því erfitt að meta hvaða áhrif þær hafi haft önnur en sálfræðileg áhrif. Bankinn telur lækkun matarskatts vinna gegn verðbólgumarkmiðum. Davíð sagði bankann ekki skipta sér að ákvörðunum ríkistjórnarinnar en nauðsynlegt væri fyrir bankann að segja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á verkefni bankans. Bankinn glími við of háa verðbólgu sem eigi rót að rekja meðal annars til alltof mikillar eftirspurnar í þjóðfélaginu. Þessi aðgerð sem slík leggi lóðið á vitlausa vogarskál. Seðlabankastjóri sagði algjörlega ótímabært að hækka lánshlutfall Íbúðalánasjóðs aftur úr 80% í 90%. Félagsmálaráðherra sagði í ræðu sinni á Alþingi 11. október að hann teldi að senn yrði mögulegt að auka lánshlutfallið að nýju í 90%. Davíð sagði óvissuna mikla og því hefði verið ákveðið að bæta við vaxtaákvörðunardegi 21. desember næstkomandi. Ekki sé raunhæft að búast við því að stýrivextir lækki í byrjun næsta árs og hann útilokaði ekki að stýrivextir verði hækkaðir í desember.
Fréttir Innlent Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Fleiri fréttir „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Sjá meira