Innlent

Eins árs fangelsi fyrir hnífstungur

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í eins árs fangelsi, þar sem níu mánuðir eru skilorðsbundnir, fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur fyrr árinu.

Þar var hann staddur á skemmtistað og kom til átaka milli hans og annars manns eftir að ákærði reyndi að stöðva slagsmál. Slagsmálin bárust svo út fyrir skemmtistaðinn þar sem fleiri tóku þátt í þeim og lyktaði þeim með því að ákærði stakk manninn fimm sinnum með hnífi í bak og síðu.

Ákærði játaði verknaðinn en bar við minnisleysi sökum vímuefnaneyslu. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að stungusárin voru ekki djúp auk þess sem ákærði átti ekki upptökin af slagsmálunum. Þá hafi hann boðið fram skaðabætur vegna málsins og leitað sér aðstoðar vegna fíkniefnavanda síns. Þótti ársfangelsi, þar af níu mánuðir skilorðsbundnir, hæfileg refsing ásamt rúmlega 300 þúsund króna bótum til handa fórnarlambinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×