Innlent

Vestnorræna ráðið styður hvalveiðar Íslendinga

Önnur langreyðurin sem skotin var á dögunum.
Önnur langreyðurin sem skotin var á dögunum. MYND/AP

Vestnorræna ráðið styður þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda að hefja atvinnuveiðar á hval á ný og bendir á að aðildarlönd þess eigi rétt á nýta náttúrauðlindir sínar á sjálfbæran hátt.

Ályktun þessa efnis var samþykkt á fundi forsætisnefndar ráðsins í Kaupmannahöfn í dag. Þrjú lönd eiga aðild að Vestnorræna ráðinu, Ísland, Færeyjar og Grænland, og segir í tilkynningu frá ráðinu að ákvörðun um að hefja hvalveiðar byggist á vísindalegum rannsóknum og að veiðarnar ógni ekki hvalastofnum við landið. Er bent á rannsóknir Hafrannsóknastofnunar í því efni sem sýni að veiða megi allt að 400 hrefnur og 200 langreyðar þannig að veiðarnar teljist sjálfbæarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×