Innlent

Hjúkrunarfræðinemum fjölgað bæði í HÍ og HA

MYND/GVA

Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra ætla að leggja það til við aðra umræðu um fjárlög næsta árs á Alþingi að nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði verði fjölgað um 15 í Háskóla Íslands og 10 í Háskólanum á Akureyri. Er það breyting frá fyrri áætlunum því upphaflega var gert ráð fyrir að fjölgunin yrði öll í Háskóla Íslands. Fram kemur í tilkynningu frá menntamálaráðuneytinu að þett sé í samræmi við það sem fram fór á milli menntamálaráðuneytis og Háskólans á Akureyri síðasta sumar og umræður í ríkisstjórn um sérstakar ráðstafanir til að fjölga útskrifuðum hjúkrunarfræðingum, en mikill skortur hefur verið hjúkrunarfræðingum á Landspítalanum og hefur meðal annars þurft að ráða danska hjúkrunarfræðinga inn á spítalann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×